Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskonur í handknattleik, létu báðar vel að sér kveða þegar lið þeirra Blomberg-Lippe gerði jafntefli við Oldenburg, 29:29, í þýsku 1. deildinni í kvöld.
Blomberg-Lippe hefur farið vel af stað á tímabilinu og er í fjórða sæti deildarinnar með níu stig líkt og Oldenburg sæti neðar.
Andrea skoraði fjögur mörk fyrir Blomberg-Lippe. Díana Dögg bætti við þremur mörkum og gaf tvær stoðsendingar.
Báðar eru þær í 18-manna landsliðshópi Íslands fyrir EM 2024 sem hefst í lok mánaðarins.