Frábær dagur hjá Íslendingunum

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fjögur mörk í dag.
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fjögur mörk í dag. Ljósmynd/Jon Forberg

Íslendingaliðið Kolstad hafði betur gegn Halden, 26:22, í norsku úrvalsdeild karla í handbolta í dag.

Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur af Íslendingunum með fjögur mörk, Sveinn Jóhansson skoraði þrjú og fyr­irliðinn Sig­valdi Björn Guðjóns­son tvö og þeir voru allir með 100% nýtingu.

Kolstad er í öðru sæti deildarinnar með 18 stig eftir tíu leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka