Haukar unnu nauman sigur gegn Dalmatinka Ploce í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta í Króatíu í kvöld.
Dalmatinka byrjaði viðureignina betur og var yfir með þremur mörkum í hálfleik, 13:10.
Dalmatinka komst í fjögurra marka forystu í síðari hálfleik, 20:16. Þá gáfu Haukar í og áttu frábæran lokakafla sem skilaði eins marks sigri, 24:23.
Rakel Oddný Guðmundsdóttir var markahæst í liði Hauka en hún skoraði sex mörk. Alexandra Líf Arnarsdóttir var næst markahæst með fjögur mörk.
Seinni leikur liðanna fer fram klukkan 18:00 á morgun.