Stjarnan hafði betur gegn Fjölni, 39:33, í framlengdum spennuleik í Garðabæ í 16-liða úrslitum í bikarkeppni karla í handbolta í dag.
Staðan var 15:12 fyrir heimamönnum í hálfleik og Stjarnan var með yfirhöndina frá byrjun. Fjölnismenn komu sterkir inn í seinni hálfleik og Brynjar Óli Kristjánsson jafnaði metin í 16:16 eftir um fimm mínútur.
Stjarnan tók aftur forskotið og var yfir nær allan seinni hálfleik og virtist ætla að sigla sigrinum í höfn en Fjölnismenn minnkuðu muninn undir lok leiks og Björgvin Páll Rúnarsson jafnaði metin í 30:30, þannig var staðan þegar venjulegur leiktími rann út.
Adam Thorstensen, markmaður Stjörnunnar, fór á kostum í framlengingunni en hann varði fimm bolta og skoraði tvö mörk.
Starri Friðriksson og Pétur Árni Hauksson voru markahæstir fyrir Stjörnuna með sex mörk, Tandri Már Konráðsson og Jóel Bernburg skoruðu fjögur mörk hvor, Sveinn Andri Sveinsson 4, Egill Magnússon 3, Hans Jörgen Ólafsson 2, Rytis Kazakevicius 2, Jóhannes Bjørgvin 2, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1 og Jón Ásgeir Eyjólfsson 1.
Adam Thorstensen varði 10 bolta og skoraði tvö mörk og Sigurður Dan Óskarsson varði fjóra.
Björgvin Páll Rúnarsson fór á kostum fyrir Fjölni og skoraði 10 mörk. Brynjar Óli Kristjánsson átti einnig frábæran leik og skoraði sjö og þeir Gunnar Steinn Jónsson og Alex Máni Oddnýjarson bættu við fimm mörkum hvor. Viktor Berg Grétarsson 3, Haraldur Björn Hjörleifsson 1, Óðinn Freyr Heiðmarsson 1, Victor Máni Matthíasson 1.
Bergur Bjartmarsson og Sigurður Ingiberg Ólafsson vörðu þrjá bolta hvor.