Haukar og Valur verða bæði í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður til sextán liða úrslitanna í Evrópubikar kvenna í handknattleik á morgun.
Liðunum sextán hefur verið skipt í tvo flokka og þar sem Haukar og Valur eru bæði í þeim neðri geta þau ekki mæst.
Liðin átta sem eru í efri styrkleikaflokki og Haukar og Valur geta dregist gegn eru eftirtalin:
Atzgersdorf, Austurríki
Valladolid, Spáni
Málaga Costa del Sol, Spáni
Cair Skopje, Norður-Makedóníu
Unirek, Hollandi
Madeira SAD, Portúgal
Iuventa Michalovce, Slóvakíu
Galychanka Lviv, Úkraínu
Neðri styrkleikaflokkurinn er síðan þannig skipaður:
Valur, Íslandi
Haukar, Íslandi
Slavia Prag, Tékklandi
Hazena Kynzvart, Tékklandi
Conservas Porrino Spáni
PAOK, Grikklandi
Ionias, Grikklandi
Urbis Gniezno, Póllandi