Fram auðveldlega í átta liða úrslit

Rúnar Kárason skýtur að marki í kvöld.
Rúnar Kárason skýtur að marki í kvöld. mbl.is/Eyþór

Úrvalsdeildarlið Fram lenti ekki í neinum vandræðum með 1. deildarlið Víkings úr Reykjavík þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla á heimavelli Víkings í Safamýri í kvöld. Lokatölur urðu 43:24.

Snemma varð ljóst í hvað stefndi þar sem Fram var tíu mörkum yfir, 20:10, í hálfleik.

Síðari hálfleikur reyndist því formsatriði fyrir gestina úr Úlfarsárdal á sínum gamla heimavelli.

Reynir Þór Stefánsson var markahæstur í leiknum með sex mörk fyrir Fram. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og Tryggvi Garðar Jónsson voru skammt undan með fimm mörk hvor.

Arnór Máni Daðason varði níu skot í marki Fram og Breki Hrafn Árnason varði sjö.

Hjá Víkingi voru Sigurður Páll Matthíasson og Kristófer Snær Þorgeirsson markahæstir með fimm mörk hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert