Valsmenn sigldu fram úr í lokin

Úlfar Páll Monsi Þórðarson átti góðan leik fyrir Val.
Úlfar Páll Monsi Þórðarson átti góðan leik fyrir Val. Eggert Jóhannesson

Valur hafði betur gegn Haukum, 33:29, á útivelli í úrvalsdeild karla í handbolta á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld.

Valur er áfram í þriðja sæti, nú með 16 stig, eftir ellefu leiki. Haukar eru í fimmta sæti með 12 stig.

Jafnt var á öllum tölum fyrstu tíu mínúturnar en þá komst Valur í 6:4. Munaði tveimur mörkum þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður, 12:10. Valur náði mest fjögurra marka forskoti í hálfleiknum, 17:13, og var staðan í leikhléi 18:14.

Valur byrjaði seinni hálfleikinn á að komast fimm mörkum yfir, 21:16. Þá komu þrjú mörk í röð hjá Haukum. Valur hélt þó undirtökunum og allt fram að 51. mínútu þegar Haukar jöfnuðu í 27:27.

Valsmenn voru hins vegar sterkari á lokakaflanum og skoruðu sex af átta síðustu mörkunum.

Úlfar Páll Monsi Þórðarson og Agnar Smári Jónsson gerðu sex mörk hvor fyrir Val og Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skot í markinu, þar af eitt víti.

Brynjólfur Snær Brynjólfsson og Birkir Snær Steinsson gerði sjö hvor fyrir Hauka.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Haukar 29:33 Valur opna loka
60. mín. Leik lokið Valsmenn sigla þessu í höfn með góðum endaspretti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert