Góð lausn fyrir alla aðila

Benedikt Gunnar Óskarsson og Arnór Snær Óskarsson eru liðsfélagar á …
Benedikt Gunnar Óskarsson og Arnór Snær Óskarsson eru liðsfélagar á ný. Ljósmynd/Kolstad

Handboltamaðurinn Arnór Snær Óskarsson skipti í dag úr þýska félaginu Rhein-Neckar Löwen og í Kolstad í Noregi.

Arnór fékk lítið að spila með Löwen og ákvað því að söðla um og semja við norsku meistarana, þar sem hann verður m.a. liðsfélagi yngri bróður síns Benedikts Gunnars Óskarssonar.

„Við tókum þessa ákvörðun í sameiningu. Arnór fékk ekki að spila eins mikið og hann vildi og ég er ánægður með að við finnum góða lausn fyrir alla.

Ég óska Arnóri alls hins besta þegar hann tekst á við nýja áskorun,“ sagði Uwe Gensheimer, yfirmaður íþróttamála hjá Löwen, í samtali við heimasíðu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert