Íslendingarnir drjúgir í Meistaradeildinni

Janus Daði Smárason skoraði fimm og lagði upp fimm.
Janus Daði Smárason skoraði fimm og lagði upp fimm. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Ungverska liðið Pick Szeged gerði góða ferð til Noregs og sigraði Kolstad, 36:33, í B-riðli í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Janus Daði Smárason átti flottan leik fyrir gestina og skoraði fimm mörk og gaf fimm stoðsendingar að auki.

Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæstur hjá Kolstad með sjö mörk og Sveinn Jóhannsson gerði þrjú. Bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir komust ekki á blað.

Pick Szeged er í öðru sæti riðilsins með 12 stig. Kolstad er í sjötta sæti af átta liðum með sex stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka