Stórleikur Arnars í dýrmætum sigri

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði níu mörk í dag.
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði níu mörk í dag. Haraldur Jónasson/Hari

Arnar Birkir Hálfdánsson átti sannkallaðan stórleik í dag þegar lið hans, Amo, vann mikilvægan sigur á Skövde, 34:29, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Arnar átti beina aðild að 15 af mörkum Amo í leiknum en hann var markahæstur með 9 mörk úr tíu skotum, ekkert þeirra af vítalínunni, og átti líka flestar stoðsendingar, 6 talsins.

Þrátt fyrir sigurinn er Amo áfram í 12. sæti af 14 liðum í deildinni með 8 stig úr 12 leikjum en lagaði stöðu sína gagnvart keppinautunum í botnbaráttunni. Neðsta liðið fellur og þrjú næstu þurfa að fara í umspil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert