Þægilegt hjá Haukum í Aserbaídsjan

Skarphéðinn Ívar Einarsson átti stórleik í dag.
Skarphéðinn Ívar Einarsson átti stórleik í dag. Eyþór Árnason

Haukar unnu seinni leik sinn gegn Kür í dag með ellefu marka mun, 38:27, í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik í Aserbaídsjan.

Fyrri leikur liðanna var spilaður í gær og endaði hann með fimm marka sigri Hauka, 30:25, sem þýðir að Haukar eru komnir í 16-liða úrslit eftir sannfærandi sigur samanlagt, 68:52.

Haukar leiddu með þremur mörkum í hálfleik í dag, 16:13, en liðið gaf hressilega í í seinni hálfleik og vann að lokum ellefu marka sigur, 38:27.

Skarphéðinn Ívar Einarsson var frábær í liði Hauka í dag en hann skoraði tíu mörk úr tíu skotum og þá gerði Freyr Aronsson sex mörk úr sex skotum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert