Afturelding hafði betur gegn Val

Ihor Kopyshynskyi skýtur að marki Vals í kvöld.
Ihor Kopyshynskyi skýtur að marki Vals í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Afturelding sigraði Val, 29:25, í úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. Afturelding er í öðru sæti aðeins tveimur stigum á eftir toppliði FH.

Valur datt niður í fjórða sæti og er með 16 stig.

Leikurinn var jafn til að byrja með en Afturelding sigldi fram úr undir lok fyrri hálfleiks og var þremur mörkum yfir, 16:13.

Afturelding var með yfirburði í seinni hálfleik og komst sjö mörkum yfir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. Valur minnkaði muninn en aðeins niður í fjögur mörk og leikurinn endaði 29:25.

Birgir Steinn Jónsson var markahæstur fyrir Aftureldingu með níu mörk. Ihor Kopyshynskyi skoraði sjö, Stefán Magni Hjartarson og Blær Hinriksson þrjú, Hallur Arason, Árni Bragi Eyjólfsson og Kristján Ottó Hjálmsson tvö og Þorvaldur Tryggvason eitt.

Einar Baldvin Baldvinsson varði 11 skot og Brynjar Vignir Sigurjónsson eitt.

Úlfar Páll Monsi Þórðarson var markahæstur fyrir Val með níu mörk. Andri Finnsson skoraði fimm, Magnús Óli Magnússon fjögur, Miodrag Corsovic og Bjarni Selvindi tvö, Róbert Aron Hostert, Kristófer Máni Jónasson og Gunnar Róbertsson eitt.

Björgvin Páll Gústavsson varði þrjú skot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert