ÍR stal stigi á Seltjarnarnesi

Baldur Fritz Bjarnason skoraði níu mörk í kvöld.
Baldur Fritz Bjarnason skoraði níu mörk í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

ÍR og Grótta gerðu jafntefli, 29:29, í úrvalsdeild karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld. Grótta hefur ekki sigrað leik í deildinni síðan 3. október en hefur spilað átta leiki síðan þá.

ÍR er með átta stig í 11. og næstseinasta sæti með jafn mörg stig og HK sem er í öruggu sæti. Grótta byrjaði tímabilið mjög vel en er nú með tíu stig í áttunda sæti. 

Leikurinn var kaflaskiptur frá byrjun og staðan var jöfn í hálfleik, 16:16. Grótta var yfir stóran hluta seinni hálfleiks en ÍR var aldrei langt á eftir og aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. 

Í stöðunni 29:27 og þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum tók ÍR leikhlé og eftir það minnkuðu þeir muninn og jöfnuðu í 29:29. Arnór Freyr Stefánsson varði svo síðasta skot Gróttu í leiknum þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir og leikurinn endaði 29:29.

Baldur Fritz Bjarnason var markahæstur hjá ÍR með níu mörk. Róbert Snær Örvarsson skoraði sex, Bernard Kristján Darkoh fimm, Hrannar Ingi Jóhannsson þrjú,  Bjarki Steinn Þórisson og Sveinn Brynjar Agnarsson tvö, Jökull Blöndal Björnsson og Eyþór Ari Waage eitt.

Ólafur Rafn Gíslason varði 11 skot, var með 32% vörslu, og Arnór Freyr Stefánsson varði átta skot og var með 57% vörslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert