Orri átti stórleik

Orri Freyr Þorkelsson skoraði sex mörk í kvöld.
Orri Freyr Þorkelsson skoraði sex mörk í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Orri Freyr Þorkelsson átti stórleik fyrir Sport­ing Lissa­bon þegar liðið tapaði naumlega gegn Füchse Berlín, 33:32, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Sporting er í þriðja sæti í A-riðli með 13 stig eftir tíu umferðir og Füchse Berlín er með 12 stig í fjórða sæti.

Orri skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum í leiknum. Þeir Francisco Mota da Costa og Martim Costa voru markahæstir fyrir Sporting en þeir voru báðir með sjö mörk úr tólf skotum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert