Handknattleiksmaðurinn Hákon Daði Styrmisson reiknar með að geta byrjað að spila á ný með þýska liðinu Eintracht Hagen í febrúar.
Handbolti.is greinir frá þessu en Hákon sleit krossband í hné í byrjun maí og hann segist vera bjartsýnn á að vera tilbúinn til leiks níu mánuðum eftir aðgerðina. Hákon sleit áður krossband árið 2021 þegar hann var leikmaður Gummersbach.
Hákon hefur leikið með Hagen í þýsku B-deildinni frá haustinu 2023 en hann var nýbúinn að skrifa undir nýjan þriggja ára samning þegar hann slasaðist í byrjun maí.