Aganefnd Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, hefur dregið til baka rautt spjald sem Ísak Logi Einarsson, leikmaður Stjörnunnar, fékk í leik gegn Val í úrvalsdeildinni þann 14. desember síðastliðinn.
Hlaut Ísak Logi útilokun vegna mjög grófs leikbrots í leiknum. Hængurinn var sá að hann var ekki sá brotlegi.
„Í agaskýrslu dómara sem liggur frammi fyrir aganefnd, kemur fram að við skoðun á framangreindu atviki á myndbandsupptöku fékk rangur leikmaður rautt spjald.
Samkvæmt agaskýrslu dómara var útilokun leikmannsins því dregin til baka þar sem rangan leikmann hafi verið um að ræða.
Í samræmi við framangreint er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar í málinu,“ sagði í úrskurði aganefndar á fundi þann 17. desember.