Dana Björg Guðmundsdóttir var frábær í 30:26-sigri Volda í norsku B-deild kvenna í handbolta í dag.
Dana var markahæst fyrir Volda með sjö mörk en þar á eftir var Mie Blegen Stensrud með sex mörk.
Volde er í öðru sæti í deildinni með 21 stig eftir 12 umferðir, tveimur stigum á eftir toppliði Fjellhammer.