Íslendingaliðið stigi frá toppliðinu

Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard.
Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard. Ljósmynd/handball-westwien.at

Lærisveinar Hannesar Jóns Jóns­son­ar í Alpla Hard vann öruggan sigur gegn Linz á útivelli í efstu deild Aust­ur­rík­is í hand­bolta í kvöld, 38:27.

Tumi Steinn Rún­ars­son átti góðan leik með Alpla Hard og skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar.

Alpla Hard er í öðru sæti deildarinnar með 22 stig, aðeins einu stigi á eftir toppliði Fuchse þegar 14 umferðir eru búnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka