Leik Magdeburg gegn Eisenach í efstu deild þýska handboltans hefur verið frestað vegna árásarinnar á jólamarkað í Magdeburg í gærkvöldi.
Fimm eru látnir eftir að fimmtugur geðlæknir frá Sádi Arabíu ók bifreið inn í mannfjölda á jólamarkaði í Magdeburg.
Íslensku landsliðsmennirnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með Magdeburg. Ómar Ingi er hins vegar frá vegna meiðsla.
HBL stimmt Antrag auf Verlegung des Heimspiels gegen den ThSV Eisenach zu.
— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) December 21, 2024
Alle Infos unter https://t.co/K5EhH1IMfc pic.twitter.com/bEC3ZrwQgu