Fjögurra stiga forskot Íslendinganna

Arnar Freyr Arnarsson og félagar í Melsungen eru með fjögurra …
Arnar Freyr Arnarsson og félagar í Melsungen eru með fjögurra stiga forskot á toppnum. Ljósmynd/Melsungen

Íslendingalið Melsungen náði í kvöld fjögurra stiga forskoti á toppi þýsku 1. deildarinnar í handbolta með sigri á Hannover-Burgdorf.

Urðu lokatölur 32:23 og er Melsungen nú með 28 stig, fjórum stigum meira en Füchse Berlin, Kiel og Hannover-Burgdorf.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Melsungen en Elvar Örn Jónsson komst ekki á blað. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.

Leipzig vann sannfærandi útisigur á botnliði Potsdam, 35:26. Andri Már Rúnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Leipzig og Viggó Kristjánsson eitt. Rúnar Sigtryggsson þjálfar Leipzig, sem er í 12. sæti.

Í B-deildinni hafði Nordhorn betur gegn N-Lübbecke á heimavelli, 30:28. Elmar Erlingsson skoraði fjögur mörk fyrir Nordhorn og gaf sjö stoðsendingar. Liðið er í áttunda sæti með 17 stig eftir 16 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert