Stórkostleg tilþrif Viktors Gísla

Viktor Gísli Hallgrímsson varði glæsilega.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði glæsilega. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson bauð upp á stórkostleg tilþrif er hann og liðsfélagar hans í Wisla Plock unnu öruggan sigur á Górnik Zabrze á heimavelli í efstu deild Póllands í handbolta í gær, 41:21.

Í seinni hálfleik varði Viktor víti með glæsibrag og varði síðan aftur þar sem leikmaður gestanna náði frákastinu.

Tvöföldu vörsluna stórkostlegu má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert