Stórstjarna Dana fékk blóðtappa

Mikkel Hansen
Mikkel Hansen AFP/Liselotte Sabroe

Danska handknattleiksstjarnan Mikkel Hansen glímdi við erfið veikindi þegar hann var leikmaður París SG í Frakklandi.

Eiginkona hans, Stephanie Gundelach, rifjar upp atvik í nýrri heimildamynd um Hansen, en hann lék með franska liðinu frá 2012 til 2022.

Hansen lék ekkert síðustu vikurnar hjá Parísarliðinu, áður en hann skipti yfir til Aalborg í heimalandinu.

„Við vöknuðum og sáum að læknir landsliðsins hafði reynt að hringja 30 sinnum. Við hringdum til baka og læknirinn sagði Mikkel að fara rakleiðis á spítala. Þegar þangað var komið kom í ljós blóðtappi bæði í löppinni og í lungunum.

Hann var með blóðtappa í lungunum og það er kraftaverk að þeir hafi ekki haft áhrif á hjartað og þetta hafi verið enn alvarlegra,“ sagði hún.

„Hann var mjög pirraður yfir því að enda tíu ára feril hjá PSG svona,“ bætti hún við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert