Þýska félagið rekur fyrirliðann

Nils Kretschmer.
Nils Kretschmer. Ljósmynd/Großwallstadt

Þýska handknattleiksfélagið Großwallstadt hefur leyst Þjóðverjann Nils Kretschmer undan samningi eftir að hann féll á lyfjaprófi. 

Kretschmer, sem var fyrirliði liðsins, féll á lyfjaprófi í byrjun þessa mánaðar en ekki var gefið út hvaða ólöglegu efni voru í blóði Þjóðverjans. 

Kretschmer gekk í raðir félagsins í sumar en hann hefur farið víða sem leikmaður í Þýskalandi. Þá er hann einnig virkur á samfélagsmiðlum og er með yfir 415 þúsund fylgjenfdur á Instagram.

Großwallstadt leikur í næst efstu deild þýska handboltans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert