Hélt upp á jólin með góðum leik

Arnar Birkir Hálfdánsson
Arnar Birkir Hálfdánsson Haraldur Jónasson/Hari

Amo hafði betur gegn Alingsås á heimavelli, 34:31, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Arnar Birkir Hálfdánsson átti flottan leik fyrir Amo og skoraði fimm mörk. Var sigurinn kærkominn eftir þrjú töp í röð.

Amo er í 12. sæti af 14 liðum með 12 stig eftir 17 leiki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert