Kristianstad tapaði naumlega gegn Önnered, 32:31, í sænsku úrvalsdeild karla í handbolta í dag.
Einar Bragi Aðalsteinsson átti góðan leik fyrir Kristianstad og skoraði þrjú mörk og gaf fimm stoðsendingar.
Kristianstad er þriðja sæti með 21 stig, einu stigi á eftir Íslendingaliðinu Karlskrona og fjórum stigum á eftir toppliði Ystad.