Íslendingaliðið styrkti stöðuna á toppnum

Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen í kvöld.
Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen í kvöld. Ljósmynd/Melsungen

Íslendingalið Melsungen styrkti stöðu sína á toppi þýsku 1. deildarinnar í handknattleik með sterkum útisigri á Göppingen, 29:25, í kvöld.

Melsungen er núna með 30 stig, fjórum stigum meira en Füchse Berlín og Kiel í sætunum fyrir neðan.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen en Elvar Örn Jónsson var ekki í leikmannahópnum.

Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Göppingen, sem er í 14. sæti með tíu stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert