U19 ára landslið karla í handbolta vann góðan sigur gegn B-liði Þjóðverja, 25:20, á alþjóðlegu móti í Þýskalandi.
Jafnræði var með liðunum fyrstu 15 mínúturnar en eftir því sem leið á leikinn náði Ísland undirtökunum og var með þriggja marka forystu í hálfleik, 14:11.
Íslenska liðið var með stjórnina í síðari hálfleik og vann að lokum öruggan fimm marka sigur, 25:20.
Garðar Ingi Sindrason var markahæstur með sjö mörk. Andri Erlingsson var næst markahæstur en hann skoraði fjögur mörk.
Sigurjón Atlason varði sjö skot og Jens Sigurðarson varði þrjú skot.
Næsti leikur liðsins er gegn Hollandi og hefst hann kl. 14.20 að íslenskum tíma.