Íslensku strákarnir komnir í úrslit

Garðar Ingi Sindrason skoraði 11 mörk í dag.
Garðar Ingi Sindrason skoraði 11 mörk í dag. mbl.is/Árni Sæberg

U19 ára landslið karla í handbolta hafði betur gegn Serbíu, 28:27, í undanúrslitum á alþjóðlegu móti í Þýskalandi.

Íslensku strákarnir munu mæta Þýskalandi í úrslitaleik en leikurinn hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma.

Serbar byrjuðu viðureignina betur og voru yfir allan fyrri hálfleikinn. Þrátt fyrir góðan lokakafla íslensku strákanna í fyrri hálfleik voru Serbar þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13.

Íslenska liðið átti góðan síðari hálfleik og voru lokamínúturnar æsispennandi. Eftir jafnan seinni hálfleik vann íslenska liðið eins marks sigur, 28:27.

Garðar Ingi Sindrason var stórkostlegur og skoraði 11 mörk fyrir Ísland. Stefán Magni Hjartarson skoraði fimm mörk.

Jens Sigurðarson og Sigurjón Atlason vörðu þrjú skot hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert