Svíinn Andreas Palicka, einn besti handboltamarkvörður heims um árabil, gengur til liðs við norsku meistarana Kolstad í sumar.
Þar verða fjórir Íslendingar samherjar hans, þeir Sigvaldi Björn Guðjónsson, Sveinn Jóhannsson, Arnór Snær Óskarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson.
Palicka, sem er 38 ára gamall, kveður París SG í Frakklandi að tímabilinu loknu og hefur skrifað undir tveggja ára samning við Kolstad.
Hann er á leiðina á heimsmeistaramótið með Svíum sem mæta Japan í fyrsta leik sínum í Ósló 16. janúar.
Palicka lýkur sínu þriðja tímabili með París SG í vor en hann hefur lengst af leikið í Þýskalandi, í sjö ár með Kiel og fimm ár með Rhein-Neckar Löwen. Inn á milli varði hann mark Aalborg í Danmörku og Redbergslid í Svíþjóð.
Hann var í Evrópumeistaraliði Svía árið 2022, hefur unnið fjórum sinnum til verðlauna með liðinu á stórmótum, og valinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins 2021.