Fjórtán marka sigur Vals

Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði sjö mörk í dag.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði sjö mörk í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsmeistarar Vals fóru létt með nýliða Selfoss í úrvalsdeild kvenna í handbolta á Selfossi í dag. Leikurinn endaði 34:20 fyrir gestunum.

Valur var yfir frá upphafi leiks og var 4:0 yfir eftir fimm mínútur. Staðan var 18:12 í hálfleik og Valur hélt áfram yfirburðum sínum í seinni hálfleik.

Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst fyrir Selfoss með sex mörk og Katla María Magnúsdóttir skoraði fimm. Ágústa Tanja Jóhannsdóttir varði 10 skot.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst hjá gestunum með sjö mörk, þar af fjögur úr vítum. Sigríður Hauksdóttir og Elísa Elíasdóttir skoruðu sex mörk.

 Hafdís Renötudóttir varði sex skot og var með 46% markvörslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert