Dana Björg Guðmundsdóttir, landsliðskona í handknattleik, var öflug í 34:27-sigri Volda gegn Fjellhammer í toppslagnum í B-deildinni í Noregi í kvöld.
Dana Björg skoraði sjö mörk úr níu skotum í sigrinum og Volda er núna með 23 stig á toppi deildarinnar.
Fjellhammer er með jafnmörg stig í öðru sæti en liðin eru í harðri toppbaráttu. Toppliðið kemst beint í úrvalsdeildina en liðin í öðru og þriðja sæti mæta liðunum 11. og 12. sæti úrvalsdeildarinnar í umspili.
Birta Rún Grétarsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Fjellhammer.