ÍR gerði góða ferð til Eyja og sigraði ÍBV, 26:23, í úrvalsdeild kvenna í handknattleik í dag.
Þetta er aðeins annar sigur ÍR á tímabilinu en liðið er í sjötta sæti með sex stig eftir tíu leiki. ÍBV er í sjöunda sæti með jafnmörg stig.
Leikurinn var kaflaskiptur en ÍR endaði fyrri hálfleik mjög vel og skoraði síðustu fjögur mörk hálfleiksins og var 15:13 yfir.
ÍR hélt áfram góðu gengi í seinni hálfleik og vann leikinn með þriggja marka mun, 26:23.
Sunna Jónsdóttir var markahæst fyrir ÍBV með átta mörk og Bernódía Sif Sigurðardóttir varði 11 skot, með 32% markvörslu.
Hjá ÍR var Sylvía Sigríður Jónsdóttir markahæst með átta mörk og landsliðskonan Katrín Tinna Jensdóttir var með fjögur mörk.