Markvörðurinn Alexander Hrafnkelsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2027.
Alexander er reynslumikill markmaður og hefur verið hluti af meistaraflokki Selfoss síðan árið 2017. Hann á yfir 170 leiki og hefur skorað í þeim 25 mörk.
Selfoss er í öðru sæti 1. deildarinnar með 16 stig eftir tíu leiki. Liðið féll úr úrvalsdeildinni á síðasta ári.