Bætist í þjálfarateymi íslenska liðsins

Roland Eradze er í þjálfarateymi karlaliðs ÍBV.
Roland Eradze er í þjálfarateymi karlaliðs ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta, verður í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins á HM sem hefst í næstu viku.

Handbolti.is greinir frá. Roland verður þeim Björgvini Páli Gústavssyni og Viktori Gísla Hallgrímssyni markvörðum liðsins til halds og trausts.

Ekki hefur verið eiginlegur markvarðaþjálfari hjá íslenska liðinu frá því Svíinn Tomas Svensson hætti eftir heimsmeistaramótið 2021.

Roland þekkir stórmót í handbolta ansi vel. Hann var í þjálfarateymi Geirs Sveinssonar frá 2016 til 2018 og lék sjálfur á fimm stórmótum með íslenska liðinu. Hann var um nokkurra ára skeið í þjálfarateymi úkraínska liðsins Motor Zaporozhye.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert