Ráðinn þjálfari botnliðsins

Davíð Örn Hlöðversson og Júlíus Þórir Stefánsson eru báðir uppaldir …
Davíð Örn Hlöðversson og Júlíus Þórir Stefánsson eru báðir uppaldir hjá Gróttu. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson

Júlíus Þórir Stefánsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Gróttu í handknattleik og skrifaði undir þriggja ára samning.

Júlíus Þórir hefur stýrt liðinu til bráðabirgða í síðustu leikjum eftir að Sigurjón Friðbjörn Björnsson lét af störfum skömmu fyrir jól og hefur nú tekið alfarið við keflinu.

Davíð Örn Hlöðversson verður Júlíusi Þóri til aðstoðar en hann hefur verið aðstoðarþjálfari karlaliðs Gróttu undanfarin þrjú tímabil og sinnir því starfi áfram.

Grótta er á botni úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir tíu leiki, tveimur stigum frá öruggu sæti.

„Handknattleiksdeild Gróttu lýsir mikilli ánægju með ráðningu þessa uppöldu Gróttumanna í meistaraflokkinn,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert