Króatíska karlalandsliðið í handbolta, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hafði betur gegn Norður-Makedóníu, 27:25, í vináttuleik í kvöld.
Króatar ollu vonbrigðum á Ólympíuleikunum í sumar en síðan þá hefur liðið unnið alla fjóra leiki sína og fer á góðri siglingu inn í lokamót HM sem hefst í næstu viku.
Króatía verður í H-riðli á HM ásamt Argentínu, Barein og Egyptalandi. Aron Kristjánsson þjálfar Barein. Þrjú efstu lið H-riðils mæta þremur efstu liðum G-riðils Íslands í milliriðli.
Króatía leikur gegn Slóveníu á föstudagskvöld í síðasta leik sínum fyrir HM. Slóvenía er einmitt með Íslandi í G-riðli.