Noregur vann andstæðinga Íslands

Sander Sagosen er skærasta stjarna norska liðsins.
Sander Sagosen er skærasta stjarna norska liðsins. AFP

Noregur hafði betur gegn Egyptalandi, 33:29, í vináttuleik í handbolta í karlaflokki á Spáni í kvöld.

Staðan í hálfleik var 17:15, norska liðinu í vil, og héldu Norðmenn frumkvæðinu í seinni hálfleik.

Ísland mun að öllum líkindum spila við Egyptaland í milliriðli á HM sem hefst í næstu viku en Egyptaland verður í H-riðli ásamt Króatíu, Argentínu og Barein.

Noregur er í E-riðli á HM, ásamt Portúgal, Brasilíu og Bandaríkjunum en riðill norska liðsins er spilaður í Bærum í Noregi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert