Gleðifréttir fyrir Dag eftir allt

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. Ljósmynd/@HRS_CHF

David Mandic, einn af lykilmönnum króatíska landsliðsins í handknattleik, er ekki alvarlega meiddur og verður klár fyrir heimsmeistaramótið sem hefst innan skamms. 

Króatía er einn þriggja gestgjafa ásamt Danmörku og Noregi en króatíska landsliðið leikur í Zagreb, líkt og Ísland. 

Fyrr í dag var talið að Mandic myndi missa af heimsmeistaramótinu en hann meiddist í sigri Króatíu á Slóveníu í gærkvöldi. Þá sögðust króatískir miðlar hafa heimildir fyrir því að meiðslin væru alvarleg. 

Eftir læknaskoðun í dag kom hins vegar í ljós að meiðslin væru ekki alvarleg og verður lykilmaðurinn, sem leikur með Melsungen í Þýskalandi, með á HM. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert