Lygileg frammistaða landsliðskonunnar

Díana Dögg Magnúsdóttir í leik með Blomberg-Lippe.
Díana Dögg Magnúsdóttir í leik með Blomberg-Lippe. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, átti stórkostlegan leik fyrir þýska liðið Blomberg-Lippe þegar liðið lagði Mosonmagyarovar frá Ungverjalandi, 34:32, í C-riðli Evrópudeildarinnar í gær.

Blomberg-Lippe hefur farið af stað með besta móti og unnið báða leiki sína í riðlinum til þessa.

Díana Dögg gerði sér lítið fyrir og gaf tólf stoðsendingar fyrir liðsfélaga sína hjá Blomberg-Lippe ásamt því að skora sjálf þrjú mörk.

Andrea Jacobsen var ekki í leikmannahópi Blomberg-Lippe vegna meiðsla sem hafa haldið henni frá keppni í undanförnum leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert