Dramatískur sigur ÍR á Nesinu

Katrín Tinna Jensdóttir skoraði sigurmark Gróttu.
Katrín Tinna Jensdóttir skoraði sigurmark Gróttu. mbl.is/Eyþór

ÍR vann dramatískan sigur á Gróttu, 25:24, í úrvalsdeild kvenna í handbolta á Seltjarnarnesi í dag.

Landsliðskonan Katrín Tinna Jensdóttir skoraði sigurmark ÍR 30 sekúndum fyrir leikslok og Ingunn María Brynjarsdóttir varði síðasta skot Gróttu hinum megin.

ÍR er í sjötta sæti með níu stig og Grótta í áttunda og neðsta sæti með fjögur. 

Grótta var yfir stóran hluta leiks og var staðan í hálfleik 16:13. ÍR-ingar reyndust hins vegar sterkari í blálokin

Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 8, Karlotta Óskarsdóttir 5, Katrín S Thorsteinsson 4, Katrín Arna Andradóttir 2, Rut Bernódusdóttir 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 1.

Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 4, Andrea Gunnlaugsdóttir 2.

Mörk ÍR: Sylvía Sigríður Jónsdóttir 7, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 4, Matthildur Lilja Jónsdóttir 4, Katrín Tinna Jensdóttir 3, Sara Dögg Hjaltadóttir 2, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 2, Vaka Líf Kristinsdóttir 1, Anna María Aðalsteinsdóttir 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1.

Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 8, Hildur Öder Einarsdóttir 6.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert