Haukar unnu sinn níunda sigur í röð í öllum keppnum er liðið sigraði ÍBV, 32:29, í úrvalsdeild kvenna í handbolta á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag.
Haukar eru í öðru sæti með 22 stig og ÍBV í sjöunda sæti með sex.
ÍBV skoraði fyrsta mark leiksins en Haukar komust í 2:1 og tókst ÍBV ekki að jafna eftir það. Haukaliðið náði mest fjögurra marka forskoti í hálfleik en staðan í leikhléi var 16:14.
Haukar komust svo í 28:23 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður og sigldu enn einum sigrinum í höfn.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 7, Sara Odden 6, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 5, Alexandra Líf Arnarsdóttir 4, Rut Jónsdóttir 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Berglind Benediktsdóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 7, Elísa Helga Sigurðardóttir 4.
Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 9, Sunna Jónsdóttir 4, Britney Cots 4, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 3, Ásdís Halla Hjarðar 3, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 2, Birna María Unnarsdóttir 1, Birna Dögg Egilsdóttir 1.
Varin skot: Bernódía Sif Sigurðardóttir 7, Ólöf Maren Bjarnadóttir 3.