Handknattleiksmaðurinn Dagur Gautason er sagður vera á leiðinni til franska liðsins Montpellier.
Dagur, sem er hornamaður, er sagður vera á leið í læknisskoðun hjá franska félaginu á morgun. Þá á að tilkynna komu hans stuttu síðar. Þetta kemur fram hjá rthandball.
Dagur er leikmaður Arendal en hann hefur verið frábær í Noregi eftir að hann gekk í raðir félagsins frá uppeldisfélaginu KA.
Montpellier er stórlið í Frakklandi en liðið vann Meistaradeild Evrópu árið 2018.