Framlengdi fyrir norðan

Einar Birgir Stefánsson í leik með KA í desember.
Einar Birgir Stefánsson í leik með KA í desember. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Handknattleiksmaðurinn Einar Birgir Stefánsson skrifaði um helgina undir nýjan samning við KA sem gildir til sumarsins 2027.

Einar Birgir er 27 ára línu- og varnarmaður sem hefur leikið með meistaraflokki KA frá árinu 2017.

„Danski sem verður 28 ára í marsmánuði hefur leikið með meistaraflokki KA frá árinu 2017 og hefur nú leikið 168 leiki í deild, bikar og evrópu fyrir KA.

Eins og áður segir er hann í lykilhlutverki í liði okkar þar sem hann spilar iðulega í hjarta varnarinnar og svo á línu í sókn,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá handknattleiksdeild KA, en Danski er gælunafn Einars Birgis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert