Ætli nokkur þjóð geti stöðvað Danmörku?

Danmörk varð heimsmeistari karla í handbolta í fjórða skiptið í …
Danmörk varð heimsmeistari karla í handbolta í fjórða skiptið í röð um nýliðna helgi. AFP/Jonathan Nackstrand

Ætli nokkur þjóð geti stöðvað Danmörku í handknattleik karla á næstu árum?

Það er vert að velta því upp eftir að Danir tryggðu sér fjórða heimsmeistaratitilinn í röð, hálfu ári eftir að hafa orðið ólympíumeistarar í annað sinn.

Þrátt fyrir þessa ótrúlegu sigurgöngu verða liðin 14 ár síðan Danmörk varð síðast Evrópumeistari þegar EM 2026 gengur í garð eftir tæpt ár.

Það gæti gefið vísbendingu um að Danir eigi ekki greiða leið að gullverðlaunum á næstu stórmótum en bara það hversu sannfærandi liðið var á nýafstöðnu heimsmeistaramóti lætur bakvörð halda að fátt geti komið í veg fyrir það.

Danmörk vann alla níu leiki sína á HM 2025 og það með 12,5 marka mun að meðaltali, sem er alveg yfirgengilegt enda munur sem hefur ekki áður sést hjá heimsmeisturum.

Gæðin í leikmannahópnum eru hreint lygileg. Mathias Gidsel er besti leikmaður heims, Emil Nielsen er besti markvörður heims og Simon Pytlick, Rasmus Lauge og Emil Jakobsen eru næsta óstöðvandi.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert