Strákarnir mæta Færeyingum á HM í Póllandi

Elías Ellefsen á Skipagötu er ekki lengur í 21-árs liði …
Elías Ellefsen á Skipagötu er ekki lengur í 21-árs liði Færeyja en hann hefur verið í fararbroddi fyrir unga og bráðefnilega handknattleiksmenn þjóðarinnar síðustu árin. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Færeyingar verða mótherjar Íslendinga í lokakeppni heimsmeistaramóts U21-árs liða karla í handknattleik sem fer fram í Póllandi í sumar.

Þegar dregið var í riðla á dögunum fékk Ísland bæði Norður-Makedóníu og Rúmeníu með sér í riðil, og auk þess yrði í riðlinum svokallað boðslið (wildcard) en Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, þurfti að velja eitt lið til viðbótar í keppnina eftir að Nýja-Sjáland hætti við þátttöku skömmu fyrir dráttinn. Handbolti.is greindi frá.

Nú liggur fyrir að IHF valdi Færeyinga en þeir voru það lið í Evrópu sem var næst því að tryggja sér sæti í lokakeppninni.

Þar með er riðill Íslands líklegast sá jafnasti og sterkasti á mótinu en Færeyingar hafa verið með mjög öflugt 21-árs landslið síðustu ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert