Akureyringurinn kominn til franska stórliðsins

Dagur Gautason í leik með KA á sínum tíma.
Dagur Gautason í leik með KA á sínum tíma. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Akureyringurinn Dagur Gautason er búinn að semja við franska handknattleiksfélagið Montpellier. 

Dagur skrifar undir samning út tímabilið en hann kemur frá Arendal í Noregi. 

Dagur kemur í stað Svíans Lucas Pellas sem sleit hásinn á æfingu í heimalandinu eftir heimsmeistaramótið. Pellas verður ekkert með næstu tíu mánuði eða svo. 

Dagur er uppalinn hjá KA en hann gekk í raðir norska félagsins sumarið 2023 og hefur verið með betri hornamönnum deildarinnar síðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert