Landsliðskonan sneri aftur

Andrea Jacobsen
Andrea Jacobsen Ljósmynd/Jon Forberg

Landsliðskonan Andrea Jacobsen sneri aftur þýska liðið Blomberg-Lippe í kvöld eftir fjarveru vegna meiðsla er liðið sigraði Neckersulm á heimavelli, 34:26.

Andrea skoraði tvö mörk í leiknum og gaf eina stoðsendingu. Díana Dögg Magnúsdóttir var ekki með liðinu vegna meiðsla.

Sigurinn var sá níundi í röð hjá liðinu í deildinni. Er Blomberg-Lippe í þriðja sæti með 23 stig eftir 16 leiki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert