Haukakonur eru komnar í undanúrslit bikarkeppni kvenna í handknattleik eftir sigur á ÍR, 26:17, í Breiðholtinu í kvöld.
Haukar, Fram og bikarmeistarar Vals eru komin áfram en innan skamms kemur í ljós hvort Víkingur úr Reykjavík eða Grótta fylgir liðunum áfram.
Haukaliðið náði frumkvæðinu snemma og var átta mörkum yfir í hálfleik, 14:6. Í þeim síðari tókst Haukum að halda forystunni og vann liðið að lokum níu marka sigur.
Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði níu mörk fyrir Haukaliðið.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 9, Sara Odden 4, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 3, Rut Jónsdóttir 3, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Berglind Benediktsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 10, Elísa Helga Sigurðardóttir 2.
Mörk ÍR: Sylvía Sigríður Jónsdóttir 4, Vaka Líf Kristinsdóttir 3, Sara Dögg Hjaltadóttir 3, Katrín Tinna Jensdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Maria Leifsdóttir 1, Erla María Magnúsdóttir 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 7.