Meistararnir fyrstir í undanúrslit

Lovísa Thompson sækir að marki ÍBV í dag.
Lovísa Thompson sækir að marki ÍBV í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Íslands- og bikarmeistarar Vals urðu í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar með sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum, 24:20.

Valur byrjaði af krafti og komst í 6:2 og var staðan í hálfleik 14:8. ÍBV minnkaði muninn í tvö mörk þegar rúmar tíu mínútur voru eftir, 20:18, en nær komst Eyjaliðið ekki.

Átta liða úrslitunum lýkur í kvöld með leikjum ÍR og Hauka, Fram og Stjörnunnar og Víkings og Gróttu.

Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 9, Ásdís Halla Hjarðar 3, Sunna Jónsdóttir 2, Birna María Unnarsdóttir 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Britney Cots 1, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 1.

Varin skot: Bernódía Sif Sigurðardóttir 12, Ólöf Maren Bjarnadóttir 1.

Mörk Vals: Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 5, Lovísa Thompson 5, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 2, Elísa Elíasdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 1, Lilja Ágústsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1.

Varin skot: Hafdís Renötudóttir 19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert