ÍBV hafði betur gegn FH eftir tvíframlengdan leik og vítakeppni í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag.
Framlengingunni lauk með jafntefli 39:39. Petar Jokanovic reyndist hetja Eyjamanna en hann varði tvö af fimm vítum FH-inga. Eyjamenn skoruðu úr sínum fjórum vítum.
Eftir jafnræði nánast allan leikinn lauk venjulegum leiktíma með jafntefli 33:33. Eftir það þurfti tvær framlengingar og vítakeppni til að útkljá málin.
Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði ellefu mörk fyrir ÍBV og Dagur Arnarsson tíu. Símon Michael Guðjónsson skoraði tíu fyrir FH og Jóhannes Berg Andrason níu.
Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 11, Dagur Arnarsson 10, Daniel Esteves Vieira 8, Sveinn Jose Rivera 3, Andri Erlingsson 3, Nökkvi Snær Óðinsson 2, Gabríel Martinez 2, Jason Stefánsson 1, Elís Þór Aðalsteinsson 1, Gauti Gunnarsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1.
Varin skot: Peter Jokanovic 15.
Mörk FH: Símon Michael Guðjónsson 10, Jóhannes Berg Andrason 9, Garðar Ingi Sindrason 7, Ásbjörn Friðriksson 6, Einar Örn Sindrason 3, Jón Bjarni Ólafsson 3, Birgir Már Birgisson 2.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 10.